Fleiri fréttir

Crossfit kempa gengur til liðs við Völku

Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun.

Nissan dregur úr starfsemi sinni í Bretlandi

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur dregið til baka áform sín um að framleiða nýja gerð X-Trail bíla í bresku borginni Sunderland. Brexit er ástæðan fyrir breytingunni.

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka

Nýtt frumvarp umhverfisráðherra til höfuðs burðarplastpokum gengur lengra en lágmark tilskipunar ESB kveður á um. Forsvarsmenn matvöruverslana segjast fagna dauðadómi sem kveðinn sé upp yfir plastpokum í nánustu framtíð.

Átak um betri merkingar matvæla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að bæta merkingar á matvælum.

Andar köldu á milli Apple og Facebook

Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi.

Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla

Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári.

Metár hjá Origo

Hagnaður Origo nam 5.285 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri upplýsingatæknifyrirtækisins, en þar af voru áhrif sölunnar á ríflega helmingshlut í Tempo um 5.098 milljónir króna.

Bankar keppi á jafn­ræðis­grunni

Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum.

Facebook gerir út njósnaapp

Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research.

Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði

Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Hafa væntingar um minni verðbólgu

Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið.

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Apple selur færri iPhone

Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent.

Föttum ekki að nýsköpun er spretthlaup

Formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins segir að breyta þurfi Íslandi úr einhæfu auðlindahagkerfi í að byggja á hátækniiðnaði. Tæknin mun drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni.

Sjá næstu 50 fréttir