Fleiri fréttir

Tekjurnar jukust lítillega

Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gæ

Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok   

Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Warren Buffett viðurkennir mistök

Berkshire Hathaway greiddi of mikið fyrir Kraft við sameiningu við Heinz. Buffett segir að matvælarisinn hafi ekki lengur sömu góðu samningsstöðuna gagnvart smásölum.

Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra.

 Jón stjórnarformaður Vitrolife

Stjórn Vitrolife hefur lagt til að Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, verði kjörinn stjórnarformaður sænska líftæknifyrirtækisins á aðalfundi fyrirtækisins sem verður haldinn í byrjun maí næstkomandi. Jón hefur setið í stjórn þess frá árinu 2015.

Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur

Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar

Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir

ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Á sjötta tug missa vinnuna hjá Ístaki

Verktakafyrirtækið Ístak hefur sagt upp 31 fastráðnum starfsmanni og þá verða samningar við 25 starfsmenn sem starfað hafa fyrir fyrirtækið í gegnum starfsmannaleigu ekki endurnýjaðir.

Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra

Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME.

WOW air náði sáttum við leigusala félagsins 

Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partn­ers í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin.

Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11

Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi.

Pósturinn hækkar verð

Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót.

Ríkið endurgreiði sektir

Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum.

Draga fyrirhugaðar hækkanir á leigu til baka

Almenna leigufélagið mun draga til baka fyrirhugaðar hækkanir leigu sem áttu að koma til framkvæmda á næstu mánuðum og mun nú hefja viðræður við VR hvernig tryggja megi betur stöðu leigjenda.

Huawei kynnti enn dýrari samlokusíma

Tæpri viku eftir að Samsung reið á vaðið hefur kínverska tæknifyrirtækið Huawei kynnt sinn eigin samanbrjótanlegan snjallsíma.

Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann

Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.

Fokdýr brautryðjandi

Samsung kynnti nýjustu snjallsíma sína í vikunni. Galaxy Fold, stjarnan í hópnum, er samanbrjótanlegur og mun kosta heilar 235 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Huawei nýtir tækifærið og stríðir Samsung.

Fyrsti leikurinn kominn út hjá Teatime

Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur gefið út sinn fyrsta snjallsímaleik en hann ber nafnið Hyperspeed.

Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF

Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi.

Arnarlax tapaði 405 milljónum

Tap fyrirtækisins minnkaði á milli ára en það nam 134 milljónum norskra króna á árinu 2017, sem jafngildir um 1,9 milljörðum íslenskra króna.

500 milljarða sekt UBS

Svissneski bankinn UBS hefur verið sektaður um 3,7 milljarða evra, því sem nemur um 500 milljörðum króna, fyrir að hafa á ólöglegan hátt aðstoðað viðskiptavini sína við að koma fjármunum undan frönskum skattayfirvöldum.

Novator fjárfestir í tísku

Novator leiddi 52 milljóna dollara, jafnvirði 6,2 milljarða króna, fjármögnun fyrir tæknifyrirtækið Rebag, sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur.

Kunni að hafa bakað Primera Air tjón

Rannsókn skiptastjóra sýnt að forsvarsmenn félagsins hafi mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. Til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum. Hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.  

Býst við fleiri gjaldþrotum flugfélaga

Forstjóri írsku flugvélaleigunnar Avolon, sem er einn af leigusölum WOW air, segir að þrátt fyrir áframhaldandi sterka eftirspurn eftir flugi muni fleiri flugfélög fara í gjaldþrot í ár en áður.

Sjá næstu 50 fréttir