Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira