Fleiri fréttir

Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028

Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group.

Össur hagnaðist um milljarð í fyrra

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum.

Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur

Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun.

Kráar­eig­endur kanna hvort jafn­ræðis­regla hafi verið brotin

Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum.

Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé

Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum.

Net­á­rás olli truflunum á þjónustu Símans

Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins.

Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun

Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Hefja sölu­með­ferð á hlutum í Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis.

Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall

Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði.

Marel kaupir 40% hlut í Stranda Prolog

Marel hefur lokið kaupum á 40% hlut í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað. Þá hafa Marel og Stranda Prolog gert með sér samkomulag um stefnumótandi samstarf.

Tekjur jukust hjá Origo en hagnaður dróst saman

Tekjur Origo árið 2020 voru 17,1 milljarður króna. Það er 14,9 prósenta aukning milli ára en hagnaður félagsins dróst þó saman. Heildarhagnaður félagsins 2020 var 408 milljónir króna. Árið 2019 var hagnaðurinn 456 milljónir króna.

Bein út­sending: Úr­slit Ís­lensku á­nægju­vogarinnar

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 verða kynntar í dag og viðurkenningar veittar þeim fyrirtækjum sem mælast efst á sínum markaði. Viðburðurinn hefst klukkan 8:30 og verður sýnt frá athöfninni í beinni útsendingu hér á Vísi.

Birkir nýr markaðs­stjóri Stor­ytel á Ís­landi

Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Af­létta trúnaði um raforkusamning OR við Norður­ál eftir 10 ára bið

Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut.

„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“

Kristján Markús Sívarsson segir alla eiga skilið annað tækifæri. Hann segir veðlánastarfsemi sem hann býður upp á ásamt kærustu sinni vera hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar ekki verið í standi til að framkvæma það fyrr en núna.

Ávallt best að halda drottninga­rfórnum í lág­marki

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka.

Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“

Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar.

Verstu janúar­út­sölur frá árinu 2002

Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002.

Í­búða­skortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert

Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert.

Bein út­sending: Hús­næðis­þing

Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar.

Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi

Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri.

Ó­leið­réttur launa­munur kynja 14 prósent árið 2019

Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára.

Bein út­sending: Út­boðs­þing Sam­taka iðnaðarins

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI.

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice

Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega.

Gjöld vegna Co­vid-19 vott­orðs geta marg­faldað ferða­­kostnað

Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku.

Falsaðir seðlar í töluverðri umferð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Kynna niður­stöður Ís­lensku á­nægju­vogarinnar á föstu­dag

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar á föstudag, 29. janúar og hefst kynning þeirra og afhending viðurkenninga klukkan 8:30 á Grand Hótel. Sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu hér á Vísi en vegna samkomutakmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið að mæta.

Gréta Björg og Guð­mundur Kristján til Kadeco

Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra.

Sjá næstu 50 fréttir