Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 18:32 Loðnunni landað úr grænlenska skipinu Polar Amaroq á Eskifirði á laugardag. SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45