Ísland í dag - Stjörnuparið í gamla húsi Egils Ólafs og Tinnu

Innlit í eldhús og garð. Það þarf ekki stóran garð eða svalir til að rækta dýrindis grænmeti eins og salat og kryddjurtir og fleira spennandi. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti stjörnuparið og leikhús listamennina Ólaf Egil Egilsson og Esther Taliu Casey í ævintýralegan garð þeirra hjóna og mjög flott eldhús. En þau búa nú í húsi sem foreldrar Ólafs, Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og fyrrverandi leikhússtjóri og Egill Ólafsson tónlistarmaður gerðu upp á sínum tíma en þau hafa komið sér mjög vel fyrir þar. Og ásamt því að slá í gegn í leikhúsum borgarinnar, rækta þau ýmislegt spennandi í garðinum hjá sér. En þau hafa unnið saman að einni flottustu sýningu landsins, sýningunni Níu líf um Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu þar sem Ólafur Egill leikstýrir og Esther Talia sýnir þar stjörnuleik.

52933
12:00

Vinsælt í flokknum Ísland í dag