Fjárlög næsta árs markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar

Fjárlög næsta árs markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefnar þegar hann mælti fyrir breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við aðra umræðu um fjárlög á Alþingi í dag. Útgjöld verða aukin um 55 milljarða króna og gert ráð fyrir um 320 milljarða króna halla á næsta ári. Umfangsmesta aðgerðin í breytingartillögum eru viðspyrnustyrkir til fyrirtækja sem nema um tuttugu milljörðum króna.

265
02:55

Vinsælt í flokknum Fréttir