Ísland í dag - Eðvarð með nýtt hár!

Eðvarð Gíslason hefur verið með skalla frá því að hann var ungur, eins og svo margir af kynþokkafyllstu karlmönnum landsins. Hann var ekkert ósáttur við það en hann langaði að prófa að fá þykkt og mikið hár. Og nú er hann kominn með nýtt hár sett var með byltingarkenndri aðferð þar sem hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hárinu hvorki í sundi eða sturtunni. Vala Matt fór og skoðaði Eðvarð með nýja flotta hárið. Og svo sýndi Sigríður Margrét Einarsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að setja hártoppa á konur bæði til þykkingar og lengingar. Einnig fór Vala og hitti unga námskonu Borghildi Gunnarsdóttur sem notar hárkollur til tilbreytingar dagsdaglega og breytir þannig um útlit á einfaldan og skemmtilegan hátt. En hárkollur eru mikið í tísku hjá ungum konum í dag.

44292
12:27

Vinsælt í flokknum Ísland í dag