Bandaríkjamenn búa sig undir Dorian
Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn.