Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur
Sex stjórnarfrumvörp urðu að lögum eftir atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag, þar sem breytingar voru meðal annars gerðar á hegningarlögum varðandi barnaníðsefni, hatursorðræðu og mútubrot. Síðdegis hófst síðan umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið.