Íslandsvinur frá Tonga biður Íslendinga að rétta fram hjálparhönd
Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins fyrr í mánuðinum. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta þeim hjálparhönd.