Greiningarprófi að þakka að Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristölum sem sagðir voru hreinir
Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristöllum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að þau verði öllum aðgengileg í framtíðinni.