Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sitja leiðtogafund NATO fyrir Íslands hönd. Forsætisráðherra segir mikil tíðindi að Svíar bætist í hóp aðildarríkja.