Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks
Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins við Samtök atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.