Ísland í dag - Aðeins læknar ættu að mega sprauta fólk með bótoxi
„Einungis læknar ættu að mega setja botox í fólk, ekki snyrtifræðingar og hjúkrunarfræðingar aðeins undir eftirliti lækna,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir. Í þætti kvöldsins fræðumst við um bótox, fáum að vita hvejir leita til hennar, á hvaða aldri fólk er og hvað ber að varast. Ekki missa af Jennu sem segir okkur einnig frá því sem hún hefur látið gera við sig.