Þriðji aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar kynntur af forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir kynnti aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum á tímum kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi í Safnahúsinu. Hlutabótaúrræði stjórnvalda verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins.