Ísland í dag - „Missir geðheilsu vegna svefnleysis“
„Þetta er rosalega erfitt og maður verður að þiggja alla hjálp sem býðst“ segir Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona sem hefur ekki sofið heila nótt í eitt og hálft ár. Dóttir hennar var kveisubarn og grét samfleytt í nokkrar klukkustundir á hverjum einasta degi án þess að nokkuð væri hægt að gera. Ósk stofnaði stuðningshóp á Facebook fyrir foreldra sem eru í sömu stöðu eða hafa verið í sömu stöðu og hún segir að það hafi hjálpað mikið, Það hafi verið góð tilfinning að vita að þau voru ekki ein í þessu þar sem fólk talar almennt ekki opinskátt um svefnleysi og vanlíðan sem fylgir.