Hvergi nærri hættar
Konurnar sem fluttu fjölskyldu, sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi, frá Gasasvæðinu í gær ætla að halda áfram að bjarga fólki út af svæðinu. Þær segja hverja mínútu skipta máli og því haldi þær áfram á meðan íslensk stjórnvöld fundi um ástandið.