Ísland í dag - Morgunrútínan hjá Áslaugu Örnu
Er það tilviljun að allt sem hún velur inn á heimilið er blátt hvort sem um ræðir lit á vegg, servíettur, bolla og matarstell, töskur, stóla eða púða. Ísskápurinn er tómur því hún borðar alltaf úti og kemur seint heim enda er hún alltaf í vinnunni. Hún elskar pólitíkina en ef hún hætti, færi hún örugglega aftur í lögguna. Í Íslandi í dag bankar Sindri uppá hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, og rýkur með henni inn í daginn.