Ólafur Ragnar: Kannski stærsti dagurinn í lífi mínu

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands hefur sem gamall Ísfirðingur sérstakar taugar til Kerecis. Hann fékk Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs annars stofnenda Apple, til að fjárfesta í Kerecis. En hún fjárfestir nær eingöngu í sprotafyrirtækjum sem hafa sjálfbærni og verndun náttúrunnar að leiðarljósi. Ólafur Ragnar er stoltur af miklum árangri þessa ísfirksa fyrirtækis og segir daginn í dag kannski hinn stærsta í hans lífi frá því hann fæddist á Ísafirði fyrir 80 árum. Heimir Már Pétursson ræddi við forsetann fyrrverandi.

904
03:46

Vinsælt í flokknum Fréttir