Samkeppnin um markmannsstöðuna mikil
„Þjálfarinn tekur að lokum ákvörðunina um það hver okkar spilar, við vitum það og munum bara gera hvað sem við getum til að styðja við bakið á hvor annarri,“ segir íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir um samkeppnina í íslenska landsliðinu.