Ísland í dag - Einstök sena í íslenskri kvikmyndasögu

Árni Jón Árnason, sem hafði ekki hugmynd um það hver faðir hans var þar til á áttræðisaldri, er tekinn tali í þætti dagsins. Hann er kominn út úr skelinni - hefur öðlast nýtt líf - og á heiðurinn að því sem verður að teljast ein forvitnilegasta sena í íslenskri kvikmyndasögu. En áður en rætt er við Árna er farið yfir versta stað í heiminum, Twitter. Þar var reynt að ræða ADHD-mál, en það fór alveg út í skurð. Við bætum fyrir það og fáum sérfræðing, Harald Erlendsson, til að varpa ljósi á málið.

15572
20:53

Vinsælt í flokknum Ísland í dag