Táknræn gjöf sem örvar eftirspurn
Ferðamálaráðherra segir að ferðagjöf til landsmanna sé táknræn aðgerð til að örva eftirspurn. Ferðaþjónustan hafi tekið málinu afar vel og von sé á ýmsum tilboðum þaðan. Hægt verður að nálgast gjöfina í gegnum smáforrit fyrstu vikurnar í júní.