Hinn magnaði Kim de Roy
Árið 2014 setti Kim de Roy heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann náði þá besta tíma sögunnar í maraþonhlaupi aflimaðra. Kim stefnir á þáttöku í Reykjavíkurmaraþoninu næstkomandi helgi og stefnir á 10 km. Við hittum Kim í dag og spurðum hann út í methaupið og einnig markmiðið í hlaupinu í ár.