Borgin sinni verkefni sem hún eigi ekki að sinna
Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörutíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.