Tveir á bráðadeild eftir sprengingu

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku þegar sprenging varð við metandælu á Olís við Álfheima um klukkan hálf þrjú í dag. Sprengingin heyrðist í nærliggjandi hverfum og íbúar í næstu húsum hafa líkt henni við jarðskjálfta. Mikið tjón varð á bílnum sem verið var að dæla metani á og á tankinum. Fjölmennt lið slökkviliðs, tæknideildar lögreglu og Vinnueftirlitsins var á vettvangi í dag og var svæðinu lokað um tíma.

19674
02:32

Vinsælt í flokknum Fréttir