Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“
„Ég byrjaði að birtast í blaðinu árið 1996 en þá voru vangaveltur í sjónvarpinu að vera með svona þátt inni í Kastljósi um heilbrigði og hreysti og annað slíkt. Svanhildur Konráðs og Marteinn Þórsson pródúsent, hann kom á Kaffibarinn þar sem ég sat 170 kíló drekkandi koníak, kaffi og reykjandi vindil,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, sem var reglulegur gestur í tímaritinu Séð & Heyrt.