Ísland í dag - Flókið að syrgja móður sína

Vala Matt heimsótti í Íslandi í dag blaðakonuna og ritstjórann Björk Eiðsdóttur sem kom inná fjölmiðlamarkaðinn með látum þegar hún stofnaði ásamt fleirum tímaritið Man. Í forsíðuviðtölum blaðsins voru þekktir einstaklingar iðulega að lýsa og segja frá viðkvæmum og erfiðum persónulegum málum. Nú hefur Björk stigið fram og gert hið sama. Hún segir hér frá erfiðri reynslu sinni, er móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki. Og eftir lát móður sinnar lýsir Björk því hve erfitt sé að syrgja manneskju sem var manni bæði góður og vondur. Hér lýsir Björk þessu á magnaðan hátt. Björk var í mörg ár einstæð móðir með þrjú börn en fann ástina fyrir nokkrum árum og eiga hún og sambýlismaður hennar von á barni saman í vor.

4914
12:03

Vinsælt í flokknum Ísland í dag