Ísland í dag - Hún hellir súkkulaðinu á allt borðið í veislunni

Hvernig gerir maður litla fámenna veislu að algjöru ævintýri? Jú maður til dæmis hellir bræddu súkkulaði yfir allt borðið og skreytir með ýmsu girnilegu og svo ætum blómum. Ljósmyndarinn og listakonan Áslaug Snorradóttir er líklega einn flottasti matarstílisti landsins og þó víðar væri leitað. Hún hefur ljósmyndað og skreytt fyrir bækur og sjónvarp og alltaf slegið í gegn með óvenjulega mikilli litadýrð og frumleika. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk meðal annars uppskrift að súkkulaðinu sem hún hellir hreinlega beint á borðið og skreytir svo og Vala skoðaði einnig mjög skrýtnar skreytingar hennar með risa hrúgu af lakkrís og skærum til að klippa af honum reimar og kókosbollum um allt.

27414
12:20

Vinsælt í flokknum Ísland í dag