Jólasaga - Bergþóra Snæbjörnsdóttir

„Mig langar alltaf að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir en bók hennar Duft var valin besta íslenska skáldverkið í ár. Bergþóra hefur óþreytandi áhuga á manneskjunni og breyskleika hennar og þörf Bergþóru til að skilja hegðun mannsins skilar sér sannarlega í skrifum hennar. Bergþóra er viðmælandi í Jólasögu þar sem hún ræðir meðal annars sína sögu, uppeldisárin í sveitinni, ástríðu fyrir skrifum, listræna þróun, viðfangsefni tengd sértrúarsöfnuði og fegurðardýrkun og nýjar jólahefðir fjölskyldunnar en hún segir mikilvægt að mæta sér í mildi um jólin og hugsa um stærra samhengið.

9033
14:25

Næst í spilun: Jólasaga

Vinsælt í flokknum Jólasaga