Ingileif Jónsdóttir ræðir bólusetningar og forgangslista
Ingileif Jónsdóttir ræðir bólusetningar og forgangslista. Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur kynnt sér þær leiðbeiningar sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út um forgangslista yfir þá sem fyrst fá bóluefni við kórónuveirunni, verði það af skornum skammti.