Umferð stöðvuð fyrir forseta Eystrasaltsríkjanna
Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra.