Segja vinnubrögð Íslandsbanka við sölu vera áfellisdóm
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra segja framkvæmd Íslandsbanka á sölu á hlut ríkisins í bankanum í fyrra vera áfellisdóm. Bankasýslan ætlar að fara fram á hluthafafund. Fjármálaráðherra segist bera ábyrgð á því að hafa sett söluferlið af stað. Þeir sem brutu lög og reglur verði hins vegar að bera ábyrgð á sínum brotum.