Senda út viðvörun um yfirvofandi skerðingu loðnukvótans
Ný mæling á loðnustofninum, sem Hafrannsóknastofnun kynnti síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var búið að áætla.