Stór hluti þeirra sem leitað hafa til Bjarkarhlíðar glíma við fíknivanda
Stór hluti þeirra kvenna sem leitað hafa til Bjarkarhlíðar á árinu glíma við fíknivanda sem afleiðingu af kynferðis- eða heimilisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frá og með áramótum bætist Rótin, félag kvenna með áfengis- og fíknivanda, við þá grasrótarhópa sem sinnt hafa ráðgjöf í Bjarkarhlíð.