Ísland í dag - Sara Sigmunds ætlar að koma sterkari tilbaka en nokkru sinni

Versta martröð crossfit stjörnunnar Söru Sigmundsdóttur varð að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné, aðeins tveimur dögum áður en undankeppnin fyrir Evrópuleikana í Crossfit hófst. Hún missir því af tímabilinu 2021 eins og það leggur sig. Sara hefur um árabil verið ein skærasta stjarnan í Crossfit heiminum og hafði sett stefnuna á verðlaunapall á heimsleikunum í ár, en hún hefur í tvígang lent þar í þriðja sæti. En þótt vonbrigðin séu gríðarleg er Sara þegar byrjuð að æfa aftur eftir aðgerð og er ákveðin í að koma sterkari til baka en nokkru sinni. Umboðsmaðurinn hennar, Snorri Barón, hefur staðið þétt við bakið á Söru og hristi meðal annars myndband fram úr erminni þar sem Virgil Van Dijk og einn mesti gleðipinni internetsins, Mufasa, voru á meðal þeirra sem sendu Söru hvatningarorð.

6195
12:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag