Sjálfstætt fólk - Umtalaður þáttur um umtalaðan mann

Sýnishorn úr Sjálfstæðu fólki þar sem gestur Jóns Ársæls verður Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins. Nýleg bók Styrmis, Sjálfstæðisflokkurinn - Átök og uppgjör, hefur vakið mikið umtal síðustu daga. Styrmir hefur um áratugaskeið haft beinan aðgang að stjórnmálamönnum á Íslandi og setið þúsundir funda í lokuðum bakherbergjum þar sem framtíð okkar var ákveðin. Í þættinum fylgjast Jón Ársæll og Steingrímur Þórðarson tökumaður með skini og skúrum í lífi Styrmis en kona hans hefur í áratugi þurft að glíma við geðræn vandamál. Sjálfstætt fólk er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld klukkan 19.50.

13023
00:41

Vinsælt í flokknum Sjálfstætt fólk