Hið blómlega bú - Sagði upp í New York og flutti í Borgarfjörðinn

Kokkurinn Árni Ólafur Jónsson lætur draum sinn um líf í íslenskri sveitasælu rætast í nýrri þáttaröð sem tekin verður til sýninga á Stöð 2 í maí. Hið blómlega bú er matreiðsluþáttur sem skemmtir áhorfendum með áhugaverðri sögu um ungan og óreyndan bónda á smábýli og um leið kynnir íslenska matarmenningu og þá möguleika sem þar leynast. Árni eldar fjölbreytilega rétti úr íslensku hráefni sem byggjast á matarhefð landsins í bland við nútíma matreiðslu. Hið blómlega bú hefst 15. maí. Þættirnir eru átta talsins og verða sýndir á Stöð 2 á miðvikudögum klukkan 20.05.

18621
04:08

Vinsælt í flokknum Matur