Í eldhúsinu hennar Evu - Ítalskar kjötbollur

Fyrsti þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til ljúffengar ítalskar kjötbollur fyrir fjóra til fimm. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan:

Rauða sósan

1 msk ólífuolía
2 -3 hvítlauksrif, marin
1/2 laukur, smátt skorinn
2 dósir hakkaðir tómatar
4 dl vatn
1/2 kjúklingateningur
1- 2 msk.fersk steinselja, smátt söxuð
1 – 2 msk. fersk basilíka, smátt söxuð
1 tsk. agave síróp
salt og pipar, magn eftir smekk


Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 - 2 mínútur. Bætið restinni af hráefnum út á pönnuna og leyfið sósunni að malla við vægan hita í 15 – 20 mínútur.

Ítalskar kjötbollur

500 g. nautahakk
1 dl. brauðrasp
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksrif, marin
2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk. fersk basílika, smátt söxuð
2 msk rifinn Parmesan ostur
1 egg, létt pískað
salt og pipar, magn eftir smekk
1 msk. olía


Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið bollunum að malla við vægan hita í 15 - 20 mínútur.

Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en hægt er að nota hvaða pastategund sem er, bara þá tegund sem ykkur þykir best.

Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið spagettíið á fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum Parmesan osti yfir og skreytið með nokkrum ferskum basilíkulaufum.

17551
18:29

Vinsælt í flokknum Matur