Bjarni Benediktsson kemur á þingflokksfund í Valhöll í kjölfar stjórnarslita

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. Hann tjáði sig ekki mikið um atburði liðins sólarhrings en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn á tólfta tímanum í gær. Ástæðan var trúnaðarbrestur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en Sigríður sagði Bjarna frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.

3280
00:46

Vinsælt í flokknum Kosningar