Tjón sem gæti numið 15 til 30 milljarða króna
Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarsins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í, sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir.