Kúreki norðursins

Árni Sveins kom og sagði okkur allt um nýju heimildamyndina sína um Johnny King. Fyrir rúmum níu árum fékk Andri Freyr símtal frá Magga í Texasborgurum, sem sagðist vera með endurkomutónleika gamallar kántrý hetju sem heitir Johnny King. Andri hafði eytt mörgum stundum í að skoða umslag plötu Johnny, Country Rock í æsku og skiljanlega tók forvitnin öll völd. Andri hóaði í Árna Sveins og kom að máli við framleiðslufyrirtækið Republik og umsvifalaust var ráðist í að heimsækja og kynna sér Johnny King með myndavél og hljóðnema í farteskinu. Fljótlega kynntust þeir Johnny King vel og komust að ýmsu um hans fortíð og framtíðardrauma. Úr verður gríðarlega einlæg og persónuleg mynd, þar sem ást, tónlist og vinskapur kemur mikið til sögunnar. Á átta árum var fylgst með Johnny, ferðast með honum og mörgum dögum eytt saman.

81
17:06

Næst í spilun: Addi

Vinsælt í flokknum Addi