Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp
Sólveig Lára Kjærnested stýrði ÍR upp í efstu deild kvenna í handbolta með því að slá út Selfoss í fimm leikja umspilseinvígi. Þar með tók ÍR sæti Selfoss í Olís-deildinni, þremur árum eftir að leggja átti lið ÍR niður.