Eldgosið kviknaði á ný
Það var mikið sjónarspil þegar kviknaði á eldgosinu við Fagradalsfjall á ný í gærkvöldi. Hér má sjá upptöku á auknum hraða úr vefmyndavél Vísis sem tekin var milli klukkan 21 og 01 í gærkvöldi og undir hljómar lagið Sveitin milli sanda með Ellý Vilhjálms.