Engar tilraunir verði gerðar án samþykkis
Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á fanga án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.