Þriggja ára umhverfismat Dynjandisheiðar á lokametrunum
Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna.