Stúdentar krefjast réttar til atvinnuleysisbóta

Fjörutíu prósent stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um ellefu prósent ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp tuttugu prósent óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta.

32
02:37

Vinsælt í flokknum Fréttir