Trudeau segir af sér
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi fyrir utan heimili sitt. Hlé verður gert á þingstörfum fram til 24. mars. Trudeau hefur verið formaður Frjálslynda flokksins frá árinu 2013 og forsætisráðherra í tíu ár.