Viðskipti erlent

Næsti iPhone með nýja tengibraut - aukahlutir úreltir

Hér má sjá samanburð á fyrri útgáfum iPhone og þeirri nýju.
Hér má sjá samanburð á fyrri útgáfum iPhone og þeirri nýju. mynd/YouTube
Tæknirisinn Apple hefur tryggt sér einkaleyfi á nýrri tengibraut fyrir jaðartæki og snjallsíma. Talið er að nýjasta útgáfa iPhone snjallsímans verði búin tenginu. Það þýðir að flest allir aukahlutir sem fólk hefur keypt hingað til verða úreltir.

Síðustu mánuði hefur orðrómur verið á kreiki um að fimmta útgáfa iPhone snjallsímans verði búin nýju tengi. Þetta var síðan staðfest í dag þegar Einkaleyfistofa Bandaríkjanna staðfesti hönnun Apple og veitti fyrirtækinu einkaleyfi á tengibrautinni.

Tengið sem um ræðir er margfalt minna en það sem finna má á fyrri útgáfum iPhone, iPod og iPad spjaldtölvunum. Það svipar mjög til micro USB tækninnar en flest allir snjallsímar notast við þá tengibraut í dag.

Mikið hefur lagt upp úr því að snjallsímar og önnur jaðartæki notist við micro USB, sem fyrr fer Apple þó aðrar leiðir.

Talið er að fimmta útgáfa iPhone snjallsímans komi á markað seinna á þessu ári. Síminn verður að öllum líkindum búinn fjögurra tommu snertiskjá sem mun styðja hærri upplausn en flest háskerpu sjónvarpstæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×