Ólafur Stefánsson átti skiljanlega mjög erfitt með sig í viðtali við blaðamann Vísis eftir tapleikinn gegn Ungverjum í dag.
Strákarnir okkar eru úr leik á Ólympíuleikunum í London eftir tap fyrir Ungverjum í tvíframlengdum leik. Ólafur, sem er nýorðinn 39 ára gamall, hafði gefið allt sitt í Ólympíuleikana.
„Þetta er mikill harmleikur. Ég var þess fyrir utan ekki góður mestallan leikinn," sagði hann.
„Ég veit ekkert hvað ég á að gera núna. Ég er bara búnn að vera að hugsa um að vakna og sofa síðasta eina og hálfa árið til að koma mér í form fyrir þessa leika."
„Svo spila ég 80 prósent undir getu í leiknum sem skiptir öllu máli. Hver ástæðan er fyrir því skiptir ekki máli. Þetta er bara eitthvað sem ég verð að lifa með."
Ólafur: Ég verð að lifa með þessu

Tengdar fréttir

Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34.

Róbert: Fengum marga möguleika til að vinna leikinn
Róbert Gunnarsson átti erfitt með að svara spurningum að loknu tapinu gegn Ungverjum í dag. "Það er voðalítið hægt að segja,“ sagði línumaðurinn vonsvikinn.

Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði
Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag.